Foreldrastarf í Rimaskóla
Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla.
Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins. Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna.
Foreldrafélag
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Stjórn foreldrafélags Rimaskóla 2024-2025
- Dagný Edda Þórisdóttir formaður
- Ingibjörg Eva Þórisdóttir gjaldkeri
- Anita Björg Jónsdóttir
- Auður Lorenzo
- Erla Ósk Guðmundsdóttir
- Erla Bára Ragnarsdóttir
- Jakob Þórðarson
- Kristín Birna Ólafsdóttir
- Margrét Hildur Pétursdóttir
- Sigríður Sunna Hannesdóttir
Hafa samband
Netfang: foreldrafelagrimaskola@gmail.com