Hagnýtar upplýsingar
Opnunartími
Skólinn er opinn frá 08:00 til 16:00.
Skrifstofa
Skrifstofa er opin alla daga frá 07:45 til 15:00.
Nesti
Rimaskóli er heilsueflandi skóli og því eru nemendur hvattir til að koma með hollt nesti í skólann. Hollt nesti getur samanstaðið af samloku með hollu áleggi. Einnota umbúðir biðjum við um að sé ekki komið með þar sem skólinn vinnur að grænu skrefunum og takmarkar rusl eins og hægt er. Nemendur eru hvattir til að koma með vatnsbrúsa sem hægt er að fylla á yfir daginn.
Unglingum býðst heitur hafragrautur, þeim að kostnaðarlausu, í morgunfrímínútum.
Símanotkun
Rimaskóli er símalaus skóli. Nemendur í 1. - 7.bekk eiga ekki að láta símana sjást í skólanum, úti á skólalóð, í íþróttahúsi, búningsklefum eða sundlaug. Nemendur í 8. - 10.bekk eiga ekki að láta símana sjást í kennslustofum, göngum, salernum, búningsklefum, sundlaug og íþróttahúsi. Við biðjum foreldra að hjálpa okkur í þessu með því að fylgjast með Mentor færslum síns barns. Ef það eru komnar 5 færslur óheimili símanotkun þá er boðað til fundar að morgni með foreldri, nemanda og stjórnendum og farið yfir vandamálið og aðgerðaráætlun unnin. Einfaldast er að halda símanum heima ef barnið ræður ekki við símanotkun á skólatíma.