Námsmat í Rimaskóla

Undanfarin misseri hefur Rimaskóli verið að innleiða leiðsagnarnám en það er heiti á námsmenningu þar sem megináherslan er á nám nemanda fremur en kennslu kennarans. 

Samvinna og samræður

Nemendahópurinn er námssamfélag þar sem rík áhersla á samvinnu og samræður um námið og á ábyrgð nemenda. Nemendahópar eru getublandaðir og unnið með forþekkingu nemenda. Litið er svo á að allir nemendur geti aukið framfarir sínar í námi og að skýr námsmarkmið og vitneskja um hvernig gott verkefni eða góður árangur er, gerir námið markvissara, ánægjulegra og auðveldara.

Teikning af tveimur krökkum sem sitja á gólfi og lesa.

Endurgjöf

Vel ígrunduð og regluleg endurgjöf er lykilatriði. Litið er svo á að endurgjöfin hafi einungis þýðingu ef nemandinn getur nýtt sér hana til framfara. Tilgangur matsins er ávallt að greina hvar nemandinn stendur á leið sinni að skilgreindum markmiðum til að greina hvaða stuðning hann þarf til auka framfarir sínar. 

Áhersla er á vaxtarhugarfar (Growth mindset) og væntingar um árangur. Nemendur eru meðvitaðir um hvenær og hvernig nám fer fram. Þrautseigja er talin happasælli en gáfur og litið er svo á að mistök skapi tækifæri til að læra. 

Leiðsagnarmat er veitt jafnt og þétt í öllum kennslustundum í  þeim tilgangi að styðja nemendur í átt á markmiðum sínum.  Lokamat er hins vegar endanlegt mat þar sem ekki er gengið út frá því að nemandinn hafi tækifæri til að bæta framfarir sínar á viðkomandi sviði

 

Allt starf skólans byggir á áherslum í Aðalnámskrá grunnskóla og Menntastefnu Reykjavíkurborgar.