Allar skáksveitir Rimaskóla á verðlaunapalli

Íslandsmót barnaskólasveita, 1. - 4. bekkur í skák, var haldið í Rimaskóla laugardaginn 8. mars. Rimaskóli sendi þrjár skáksveitir til leiks og komust þær allar á verðlaunapall. Í hverri skáksveit voru 4 þátttakendur og varamenn. 22 skáksveitir og um það bil 100 krakkar mættir að tefla fyrir sína skóla.
Tefldar voru 7 umferðir í íþróttahúsi skólans við bestu aðstæður.
A sveit Rimaskóla stóð sig frábærlega og munaði aðeins hálfum vinningi á sigri. Sveitin hlaut 22 vinninga, hálfum vinningi minna en Hofstaðaskóli í Garðabæ. Þessar tvær sveitir mættust í 1. umferð og þar unnu Garðbæingar 3 - 1. Þennan mun náðu Rimaskólastrákarnir næstum því að vinna upp í lok mótsins. Alexander Leó, Sævar Svan, Mikael Máni og Patrekur mynduðu þessa sterku skáksveit.
B sveitin vann B sveita verðlaunin og C sveitin vann C sveita verðlaunin.
Þau Elsa María, Sævar Svan og Mikael Máni unnu öll borðaverðlaun á 2., 3. og 4. borði.
Frábær árangur enda áhuginn mikill.



