Endalaust bætist við í hóp skákmeistara í Rimaskóla

Skák 5

Það er ekkert lát á því í Rimaskóla að alltaf bætast nýir skákmeistarar við í hópinn. Þetta sýndi sig vel á Jólaskákmóti Íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur sem haldið var í samstarfi við Taflfélag Reykjavíkur 14. desember. Skáksveitir Rimaskóla lentu allar í efstu sætum enda breiddin í skáksveitunum mikil og enga veika hlekki þar að finna. 

Hver skáksveit er skipuð 4 nemendum auk varamanna. Teflt er í þremur aldursflokkum og sendi Rimaskóli tvær skáksveitir í hvern flokk. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin og einnig fyrir bestu B sveitina. Er skemmst frá því að segja að Rimaskóli vann örugglega báða flokkana á barnaskólastigi og voru líka með sterkustu B sveitirnar. 

Á unglingastigi voru það hinar ósigrandi Rimaskólastelpur sem náðu 2. sæti á mótinu á eftir skáksveit Réttarholtsskóla en þessir tveir skólar voru með áberandi sterkustu skáksveitirnar. 

skák 1 Skák

 

Ská Skák 4

Skákkennari Rimaskóla er Björn Ívar Karlsson skólastjóri Skákskóla Íslands en umsjónarmaður með skákstarfi skólans er Helgi Árnason fv. skólastjóri