Endalaust bætist við í hóp skákmeistara í Rimaskóla
Það er ekkert lát á því í Rimaskóla að alltaf bætast nýir skákmeistarar við í hópinn. Þetta sýndi sig vel á Jólaskákmóti Íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur sem haldið var í samstarfi við Taflfélag Reykjavíkur 14. desember. Skáksveitir Rimaskóla lentu allar í efstu sætum enda breiddin í skáksveitunum mikil og enga veika hlekki þar að finna.
Hver skáksveit er skipuð 4 nemendum auk varamanna. Teflt er í þremur aldursflokkum og sendi Rimaskóli tvær skáksveitir í hvern flokk. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin og einnig fyrir bestu B sveitina. Er skemmst frá því að segja að Rimaskóli vann örugglega báða flokkana á barnaskólastigi og voru líka með sterkustu B sveitirnar.
Á unglingastigi voru það hinar ósigrandi Rimaskólastelpur sem náðu 2. sæti á mótinu á eftir skáksveit Réttarholtsskóla en þessir tveir skólar voru með áberandi sterkustu skáksveitirnar.
Skákkennari Rimaskóla er Björn Ívar Karlsson skólastjóri Skákskóla Íslands en umsjónarmaður með skákstarfi skólans er Helgi Árnason fv. skólastjóri