Rimaskólakrakkar tefldu "með himinskautum" og unnu alla verðlaunagripina

Reykjavíkurmóti grunnskóla 2025, samstarfsverkefni ÍTR og TR er nýlokið.
Krakkarnir í Rimaskóla á barnaskólastigum fjölmenntu og stóðu sig aldeilis vel.
Keppt var í tveimur flokkum, 1. - 3. bekk og 4. - 7. bekk. Tefldar voru 7 umferðir og verðlaunagripir veittir fyrir 1. sæti og 1. sæti stúlknasveita. Í stuttu máli þá unnu skáksveitir Rimaskóla alla bikarana nokkuð örugglega.
Áhugi og ánægja einkennir alla þá rúmlega 30 krakka sem tefldu fyrir Rimaskóla og smitast sú gleði inn í foreldrahópinn sem fylgist vel með og mætir með krökkunum á skákstað. Til hamingju Rimaskóli




