Rimaskólastelpur flestar og bestar
Íslandsmóti grunnskólasveita stúlkna 2025
Íslandsmóti grunnskólasveita stúlkna 2025 er lokið með flottri frammistöðu skáksveita Rimaskóla.
Rimaskóli sendi flestar skáksveitir á mótið og sigruðu stúlkurnar örugglega í yngsta og elsta flokki.
Stelpurnar í 1. - 2. bekk gerðu sér lítið fyrir og unnu allar sínar viðureignir og töpuðu ekki einni einustu skák. Glæsilegt hjá þeim Gunnhildi Aþenu, Elsu Maríu og Ástu Sóllilju.
Í elsta flokknum 6. - 10. bekkur unnu Rimaskólastúlkur nokkuð örugglega líkt og undanfarin ár. Þarna voru að verki Emilía Embla, Sigrún Tara og Emilía S.
Rimaskóli sendi 5 skáksveitir á mótið og lentu 4 þeirra í verðlaunasætum. Stelpur Rimaskóla hafa allt frá árinu 2003 unnið Íslandsmót grunnskólasveita, stúlkur alls 20 sinnum. Þær æfa allar með Skákdeild Fjölnis.
Til hamingju með frábæran árangur Rimaskóli