Skáksveit Rimaskóla tekur þátt í Norðurlandamóti barnaskólasveita í Helsinki

Skáksveit Rimaskóla, Íslandsmeistarar barnaskólasveita 2025, er á leiðinni til Helsinki í Finnlandi til að keppa á Norðurlandamóti barnaskólasveita. Þar etja Rimaskóla krakkarnir kappi við skólameistara frá Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessa öflugu skáksveit skipa þau Tristan Fannar Jónsson, Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir, Emilía Sigurðardóttir og Tara Líf Ingadóttir. Athygli vekur að í skáksveitinni eru fjórar stúlkur sem mun vera einsdæmi á þessum vettvangi. Þjálfari krakkanna er Björn Ívar Karlsson skákkennari skólans og fararstjóri Helgi Árnason umsjónarmaður skákstarfs.
Hópurinn flýgur til Finnlands á föstudagsmorgun 12. sept. Mótið verður haldið dagana 12. - 14. september í Helsinki, höfuðborg Finnlands.