Skólasetning

Heil og sæl kæru foreldrar
Nú erum við á fullu að undirbúa komandi skólastarf. Fara yfir umsóknir nemenda og skoða hverjir hafa horfið á braut. Við leitum að frábærum stuðningsfulltrúa á yngsta stig og ef þið vitið t.d. um ungmenni sem hefur lokið stúdentsprófi eða einhver eldri sem langar að koma í bestu vinnu í heimi - að vinna með börnum þá má heyra í okkur! Viðkomandi verður að tala góða íslensku. Einnig vitum við að Tígrisbær vantar góða frístundaleiðbeinendur í vetur þannig að hægt er að bæta því við fullt starf eða vera í hlutastarfi þar!
Kennarar 1.bekkja munu boða nemendur í viðtal fyrir skólabyrjun og fá foreldrar upplýsingar um það strax í byrjun næstu viku (kennarar koma til starfa á föstudaginn).
Skólasetning verður hjá 2. - 10. bekk þann 22. ágúst og skóli hefst samkvæmt stundatöflu þann 25. ágúst.
Skólasetning Rimaskóla fer fram í hátíðarsal skólans.
Nemendur í 2. og 3. bekk - kl. 9:00
Nemendur í 4. og 5. bekk - kl. 10:00
Nemendur í 6. og 7. bekk - kl. 11:00
Nemendur í 8. - 10. bekk - kl. 12:00
Kveðja Rimaskóli